Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Grátlegt tap hjá Ísaki - Bochum heldur sæti sínu í efstu deild
Ísak skoraði úr sinni vítaspyrnu í vítakeppninni
Ísak skoraði úr sinni vítaspyrnu í vítakeppninni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bochum verður áfram í efstu deild í Þýskalandi eftir ótrúlega endurkomu liðsins gegn Fortuna Düsseldorf í kvöld.

Düsseldorf var komið með annan fótinn í efstu deild eftir að hafa unnið útileikinn 3-0.

Leikmenn Bochum mættu dýrvitlausir á heimavöll Düsseldorf. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir gestunum þökk sé marki Philipp Hoffmann en hann gerði annað mark sitt um hálftíma fyrir leikslok.

Fjórum mínútum síðar kom jöfnunarmarkið í rimmunni er Kevin Stoger skoraði úr vítaspyrnu. Mögnuð endurkoma.

Fleiri urðu mörkin ekki eftir venjulegan leiktíma og var því boðið upp á framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem Bochum hafði betur, 6-5.

Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum á 75. mínútu og skoraði úr sinni vítaspyrnu í vítakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner