Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 27. júní 2019 22:51
Þorgeir Leó Gunnarsson
Óskar Hrafn: Ég er ekki farinn að endurskoða markmiðin
Grótta á toppnum
Óskar Hrafn þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Afturelding og Grótta mættust í 9.umferð Inkasso-deildar karla í kvöld í Mosfellsbæ. Gestirnir unnu að lokum 0-3 sigur eftir baráttuleik og eru á toppnum í deildinni.

Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu, fannst sigurinn sanngjarn og var að vonum sáttur í leikslok „ Já svona ef maður tekur allan leikinn að þá vorum við sterkari aðilinn. Ég var hálf svekktur í hálfleik að við hefðum ekki nýtt okkur yfirburðina sérstaklega fyrstu 25 eða 30 mínúturnar þar sem við fengum aragrúa af möguleikum til að skora"

Þrátt fyrir góða stöðu í deildinni er Óskar meðvitaður um þær hættur sem fylgja góðu gengi. Hann segir það vera verðugt verkefni að takast á við næstu vikur „Ég er ekki farinn að endurskoða markmiðin. Ég held að við getum allir lært af því hvað hefur gerst í deildinni fyrir ofan okkur. Lið geta náð nokkrum sigurleikjum í röð og þá eru þau komin á stað sem þau bjuggust ekkert við að vera á" Sagði Óskar Hrafn.

Nánar er rætt við Óskar um gengi Gróttu, félagsskiptagluggann og framhaldið í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner