Grótta á toppnum
Afturelding og Grótta mættust í 9.umferð Inkasso-deildar karla í kvöld í Mosfellsbæ. Gestirnir unnu að lokum 0-3 sigur eftir baráttuleik og eru á toppnum í deildinni.
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu, fannst sigurinn sanngjarn og var að vonum sáttur í leikslok „ Já svona ef maður tekur allan leikinn að þá vorum við sterkari aðilinn. Ég var hálf svekktur í hálfleik að við hefðum ekki nýtt okkur yfirburðina sérstaklega fyrstu 25 eða 30 mínúturnar þar sem við fengum aragrúa af möguleikum til að skora"
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu, fannst sigurinn sanngjarn og var að vonum sáttur í leikslok „ Já svona ef maður tekur allan leikinn að þá vorum við sterkari aðilinn. Ég var hálf svekktur í hálfleik að við hefðum ekki nýtt okkur yfirburðina sérstaklega fyrstu 25 eða 30 mínúturnar þar sem við fengum aragrúa af möguleikum til að skora"
Þrátt fyrir góða stöðu í deildinni er Óskar meðvitaður um þær hættur sem fylgja góðu gengi. Hann segir það vera verðugt verkefni að takast á við næstu vikur „Ég er ekki farinn að endurskoða markmiðin. Ég held að við getum allir lært af því hvað hefur gerst í deildinni fyrir ofan okkur. Lið geta náð nokkrum sigurleikjum í röð og þá eru þau komin á stað sem þau bjuggust ekkert við að vera á" Sagði Óskar Hrafn.
Nánar er rætt við Óskar um gengi Gróttu, félagsskiptagluggann og framhaldið í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir