Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Real átti skilið að tapa gegn öllum"
Mynd: Getty Images

Ferran Soriano, framkvæmdastjóri Manchester City, útskýrði í viðtali við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í síðustu viku hvers vegna það er ekki aðalmarkmið félagsins að vinna Meistaradeild Evrópu.


Man City hefur verið eitt af allra bestu fótboltaliðum heims undanfarin ár án þess þó að takast að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast yfirleitt langt í keppninni.

Stjórnendur City eru gríðarlega ánægðir með starf Josep Guardiola og hans teymis þó hann vinni ekki Meistaradeildina. Ástandið hjá City er ekki eins og hjá Paris Saint-Germain þar sem þjálfarar eru reknir fyrir að takast ekki að vinna Meistaradeildina.

„Fólk er að tala um velgengni Real Madrid undanfarin ár en mér finnst rétt að benda á að það var smá heppni í spilinu. Ég gæti sagt að þeir áttu skilið að tapa gegn PSG, Chelsea, okkur og Liverpool í útsláttarkeppninni," sagði Torres, en Real Madrid fór gríðarlega erfiða leið til að vinna keppnina og lenti oft í miklum erfiðleikum.

„Fólk gleymir því oft að Real var með eitt af bestu fótboltaliðum sögunnar undir lok níunda áratugarins en mistókst að vinna Meistaradeildina.

„Meistaradeildin er ekki okkar helsta markmið því heppni spilar stóran þátt í keppninni. Þú getur verið óheppinn í einum leik og dottið út. Það er allt annað í deildinni vegna þess að þú getur ekki unnið hana án þess að eiga það skilið yfir heilt tímabil. 

„Að vinna úrvalsdeildina er okkar helsti drifkraftur."


Athugasemdir
banner
banner
banner