Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. júlí 2021 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Allegri hafnaði Real Madrid
Mynd: Getty Images
Hlutirnir virðast vera að færast í rétta átt hjá Juventus eftir að Massimiliano Allegri tók aftur við stjórnartaumunum.

Frumraun Andrea Pirlo gekk ekki vel en Juve rétt náði sæti í Meistaradeild Evrópu þökk sé óvæntu jafntefli Napoli gegn Verona í lokaumferðinni.

Allegri var við stjórnvölinn hjá Juve í fimm ár og vann alltaf ítölsku deildina auk þess að koma liðinu tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann tók sér frí 2019 og hefur ekki starfað sem aðalþjálfari síðan.

Allegri er eftirsóttur og vildi Florentino Perez ólmur fá hann til að taka við Real Madrid í sumar. Allegri hafnaði þó boði Real til að taka við Juventus. Real réði samlanda hans í staðinn og nældi í Carlo Ancelotti frá Everton.

„Já, ég hafnaði Real Madrid til að taka aftur við Juventus," sagði Allegri í viðtali í dag.

„Ég þakkaði fyrir tækifærið en ég elska Juventus."

Giorgio Chiellini er að skrifa undir nýjan samning við Juve og er Paulo Dybala í samningsviðræðum við félagið.
Athugasemdir
banner
banner