Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 27. júlí 2021 22:23
Anton Freyr Jónsson
Edda Garðars: Tel okkur eiga slatta inni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel að fara í nokkura daga frí með töfluna eins og hún er eftir þennan leik." voru fyrstu viðbrögð Eddu Garðarsdóttur eftir sigurleikinn gegn Keflavík í kvöld

Þróttur byrjaði leikinn gríðarlega sterkt og komst liðið yfir eftir 90 sekúndur. Var uppleggið að keyra strax á Keflvíkinga?

„Já það væri mjög skemmtilegt ef þetta hefði verið planað að skora eftir eina og hálfa en við vorum búin að leggja upp með að fara utan á þær og koma inn í teiginn"

Hvernig fannst Eddu leikurinn spilast í kvöld?

„Við vorum með boltann mun meira. Svolítið skrítið að ná ekki að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik þannig við stýrðum leiknum svolítið mikið og áttum alveg örugglega fleiri skot en þær á markið.

„Þær breyta um leikaðferð þegar það eru svona korter til tuttugu mínútur eftir og smella bara í fimm fram að þá eðlilega kemur smá panik og þær hefðu alveg geta sett eitt eða tvö jafnvel en sem betur fer náum við að setja eitt undir lokin til þess að róa leikinn og taka stjórnina aftur."

Eru Þróttarar sáttir með uppskeruna eftir 11.leki?

„Uppskeran eftir svona marga leiki já en ég tel okkur eiga slatta inni og höfum verið vaxandi lið. Spilamennskan hefur síbatnandi. Það er ótrúlega flott að vera komin þetta mörg stig núna en eiga samt inni. Þetta er mjög skemmtilegt lið og mjög skemmtilegt mót líka, það geta allir unnið alla einhverneigin."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner