mið 27. júlí 2022 13:01
Elvar Geir Magnússon
Enn mögulegt að Marc Wilson spili með ÍBV á tímabilinu
Marc Wilson.
Marc Wilson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enn er mögulegt að Marc Wilson verði með ÍBV á lokakafla tímabilsins en hann fékk félagaskipti til Eyjaliðsins fyrir tímabilið. Þetta segir Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Fótbolta.net.

Þessi írski leikmaður hefur ekkert spilað í sumar þar sem hann hefur verið heima á Bretlandseyjum að jafna sig af meiðslum sem hann hlaut.

Wilson, sem verður 35 ára í ágúst, lék með Þrótti Vogum í fyrra undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar.

Hann er fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni og á feril að baki með Portsmouth, Stoke, Bournemouth, WBA, Sunderland og Bolton. Hann hefur á ferlinum leikið bæði sem varnar- og miðjumaður. Á sínum tíma lék Wilson 25 landsleiki fyrir Írland.

ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð í Bestu deildinni og náð að lyfta sér upp úr fallsæti. Á sunnudag vann liðið 4-1 útisigur gegn Leikni. Jose Sito og Kundai Benyu voru ekki með Eyjamönnum í þeim leik vegna meiðsla.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner