Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 27. júlí 2022 21:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viking í Noregi að horfa til Ísaks og Nökkva
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Norska liðið Viking hefur selt framherjann Veton Berisha til Hammarby en Hammarby borgar metfé fyrir leikmanninn.


Viking er því í leit af framherja og Englendingurinn Lucas Arnold fylgist vel með því hvað er í gangi í íslenska boltanum en hann segir á Twitter síðu sinni að Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Breiðabliks og Nökkvi Þeyr Þórisson leikmaður KA séu undir smásjá norska félagsins.

Ísak og Nökkvi hafa komið gríðarlega mikið á óvart fyrir árangur sinn í Bestu deildinni í sumar. Ísak er markahæstur í deildinni ásamt Guðmundi Magnússyni leikmanni Fram með 11 mörk og Nökkvi kemur þar á eftir með 10 mörk.

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA svaraði Lucas á Twitter og sagði léttur; „Segðu þeim að Ísak sé frábær."

Nökkvi var til umræðu í Innkastinu á dögunum. Þeir veltu fyrir sér hvort hann myndi taka við af Ísaki ef hann yrði seldur.

„Það er klárlega eitthvað sem Blikarnir myndu skoða. En ef ég les í týpuna sem Sævar Pétursson (framkvæmdastjóri KA) er þá myndi hann líklega setja 30 milljóna króna verðmiða á hann. Hann mun örugglega frekar reyna að selja hann út," segir Eysteinn.


Innkastið - Miklar hræringar og vesen í Vesturbæ
Athugasemdir
banner
banner
banner