Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   sun 27. september 2020 17:22
Hilmar Jökull Stefánsson
Birkir Hlyns: Ekki alveg tilbúnar
Andri og Birkir, aðal- og aðstoðarþjálfari ÍBV.
Andri og Birkir, aðal- og aðstoðarþjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mætti með vængbrotið lið til leiks á Kópavogsvöll gegn einu besta liði landsins, Breiðabliki og tapaði leiknum 8-0. Andri Ólafs og Birkir Hlyns, þjálfarar Eyjastúlkna þurftu að tefla fram ansi ungu liði í dag gegn feiknarsterku liði Blika, er ekki erfitt fyrir þjálfara að fara inn í leik á þeim foresendum?

„Jú auðvitað er það erfitt skiluru, staðan er bara þannig að við höfum engra kosta völ og þessar stelpur eru góðar í fótbolta en þær voru kannski ekki alveg tilbúnar. Þær munu verða góðar.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 8 -  0 ÍBV

Hvað getur ÍBV liðið tekið út úr þessum leik?

„Við erum stoltir af stelpunum okkar sem lögðu sig fram í dag og tökum bara reynsluna út úr þessu. Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa 8-0 en þú veist, þetta fer bara í bankann. Bara áfram gakk.“

ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum meira en FH, sem situr í 9. sætinu en þessi lið mætast einmitt um næstu helgi.

„Við eigum leik við FH næstu helgi. Við ætlum okkur klárlega þrjú stig þar og vonandi slíta okkur frá þessari botnbaráttu. Við þurfum að ná okkur í nokkur stig í viðbót til að halda okkur í deildinni, við viljum vera í deild þeirra bestu.“

Byrjunarlið ÍBV hafði meðal annars að geyma eina fjórtán ára stúlku sem var að fá eldskírn sína í meistaraflokki en hún heitir Íva Brá Guðmundsdóttir og verður forvitnilegt að sjá hvað verður úr þeim leikmanni í framtíðinni.

„Við viljum spila á okkar eigin fólki og mín framtíðarsýn í boltanum í Eyjum er að við spilum á okkar fólki og styrkjum okkur þar sem við þurfum að styrkja okkur en gerum þetta á okkar eigin forsendum með okkar fólki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner