„Ég er ekki sáttur með að hafa ekki náð í 3 stig hérna í dag en eins og leikurinn þróaðist er þetta ásættanleg niðurstaða," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 2 - 2 jafntefli við Víking Reykjavík í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 2 Víkingur R.
„Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna að langstærstu leiti. Við hefðum líka geta sett þriðja markið í restina og unnið leikinn. Þetta er beggja blands, ég er ánægður af hlutum og svekktur með aðra," bætti hann við.
Skagamenn áttu í vandræðum með hornspyrnur Víkinga og hætta skapaðist í nánast hvert einasta skipti þar sem Sölvi Geir Ottesen var hættulegur.
„Sölvi er gríðarlega öflugur leikmaður í föstum leikatriðum og Halldór Smári líka. Sölvi er góður að losa sig og auðvitað settu þeir það upp að koma boltanum á hann. Það var líka klaufagangur hjá okkur í hvernig Víkingar fengu hornin. Við hefðum geta gert töluvert betur í að gefa þeim ekki öll þessi horn."
Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir