þri 27. september 2022 08:05
Elvar Geir Magnússon
České Budějovice
Bellingham aðalskotmark Real Madrid - Menn orðaðir við Liverpool
Powerade
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Denzel Dumfries.
Denzel Dumfries.
Mynd: EPA
Marco Asensio.
Marco Asensio.
Mynd: Getty Images
Það er ýmislegt áhugavert í slúðurpakkanum í dag. Mudryk, Bellingham, Leao, Dumfries, Depay og Firmino eru meðal manna sem koma við sögu. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum, og víðar.

Newcastle United íhuga að gera 50 milljóna punda tilboð í úkraínska vængmanninn Mykhaylo Mudryk (21) hjá Shaktar Donetsk. (the i)

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham (19), sem hefur verið orðaður við Liverpool, er helsta skotmark Real Madrid fyrir næsta sumarglugga. Bellingham er hjá Borussia Dortmund. (Marca)

Dortmund vill fá Naby Keita (27) og Liverpool gæti boðið hann sem hluta af tilboði í Bellingham í janúarglugganum. (Bild)

Paulo Maldini hjá AC Milan segir að Rafael Leao (23) sé meðvitaður um a ðframtíð sín liggi hjá félaginu. Portúgalski framherjinn hefur verið orðaður við Chelsea og flækjur hafa komið upp í viðræðum hans við Milan um nýjan samning. (CalcioMercato)

Chelsea hyggst bjóða hærra tilboð en félagið gerði í hollenska varnarmanninn Denzel Dumfries (26) í sumar. Chelsea er tilbúið að lána hann aftur til Inter út tímabilið ef samningar nást í janúar. (Corriere dello Sport)

Dumfries, sem er fyrrum hægri bakvörður PSV Eindhoven, segist stoltur af fréttum af áhuga Chelsea og Manchester United en hann sé með einbeitingu á að vinna ítalska titilinn með Inter. (De Telegraaf)

Manchester United er með augastað á argentínska markverðinum Emiliano Martínez (30) hjá Aston Villa. (Football Insider)

Chelsea, Arsenal og Tottenham skoða möguleika á því að fá spænska miðvörðinn Pay Torres (25) frá Villarreal. (Caught Offside)

Viðræðum Inter við slóvakíska varnarmanninn Milan Skriniar (27) um nýjan samning hefur ekki miðað áfram. Paris St-Germain gæti gert aðra tilraun til að fá Skriniar í janúarglugganum. (La Gazzetta dello Sport)

Real Madrid hyggst fá til baka spænska vængmanninn Brahim Diaz (23) sem er á láni hjá AC Milan. Madrídarliðið ætlar að láta hann fylla skarð Marco Asensio (26) sem verður samningslaus næsta sumar. (Football Espana)

Asensio hefur þegar gert samkomulag við erkifjendur Real í Barcelona. Hann mun gera fjögurra ára samning sem tekur gildi næsta sumar. (RAC1)

Barcelona og Liverpool hafa áhuga á að skipta á sóknarmönnum. Memphis Depay (28), fyrrum leikmaður Manchester United, gæti farið til Liverpool og Brasilíumaðurinn Roberto Firmino (30) til Barcelona. (Sport)

Liverpool útilokar ekki að gera tilboð í argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez (21) sem er með 107 milljóna punda rfitunarákvæði í samningi sínum við Benfica. (O Jogo)

Belgíski varnarmaðurinn Jason Denayer (27), sem var orðaður við Wolves í sumar, hefur gengið í raðir Shabab Al-Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Denayer yfirgaf Lyon í sumar og hefur gert eins árs samning við Shabab Al-Ahli. (L'Equipe)

Senegalinn Salif Diao segir að landi sinn Sadio Mane (30) hafi viljað yfirgefa Liverpool því hann hafi ekki 'fengið þá ást sem hann þurfti' frá Jurgen Klopp. Mane gekk í raðir Bayern München. (Liverpool Echo)

Chris Wilder (55), stjóri Middlesbrough og fyrrum stjóri Sheffield United, er líklegastur til að taka við stjórastarfinu hjá Bournemouth. (Mail)

Mark Fotheringham (38), fyrrum miðjumaður Norwich, er að hætta sem aðstoðarþjálfari hjá Herthu Berlín til að gerast nýr stjóri Huddersfield Town í Championship-deildinni. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner