þri 27. september 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góðir dagar fyrir Bellingham fjölskylduna
 Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Jude Bellingham er bara 19 ára en hann hefur sýnt það og sannað að hann eigi að vera eitt fyrsta nafnið á blað hjá enska landsliðinu á HM í Katar í vetur.

Hann er búinn að leika afar vel með Borussia Dortmund í Þýskalandi og er búinn að vera ljósasti punkturinn í liði Englands sem hefur ekki verið að spila sérlega vel upp á síðkastið.

Bellingham sýndi gæði sín þegar England gerði 3-3 jafntefli við Þýskaland í Þjóðadeildinni í gærkvöldi. Hann var valinn maður leiksins.

Það virðast vera ansi góð gen í Bellingham fjölskyldunni því yngri bróðir Jude er líka að brillera.

Sá heitir Jobe og var á dögunum valinn besti leikmaður enska U18 landsliðsins á æfingamóti á Spáni. Þetta hafa verið býsna góðir dagar fyrir Bellingham fjölskylduna upp á síðkastið.

Jobe er bara 17 ára en hann er nú þegar byrjaður að spila með aðalliði Birmingham.


Athugasemdir
banner
banner
banner