Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gekk í sumar í raðir ítalska stórliðsins Inter.
Hún hefur til þessa spilað tíu leiki með liðinu og skorað í þeim tvö mörk.
Hún hefur til þessa spilað tíu leiki með liðinu og skorað í þeim tvö mörk.
Inter gaf nýverið út skemmtilegt myndband þar sem stuðningsmenn félagsins fá að kynnast íslensku landsliðskonunni.
Í myndbandinu fer hún yfir sitt fyrsta mark sitt fyrir ítalska stórliðið og margt fleira. Hún kennir stuðningsmönnum Inter til dæmis líka íslenskan frasa í myndbandinu.
„Frasi sem við notum á Íslandi kallast 'þetta reddast'. Meiningin er sú að allt verður í lagi á endanum. Íslenskt fólk er rólegt og hefur trú á að hlutirnir reddist," sagði Karólína.
Athugasemdir






















