Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 09:18
Magnús Már Einarsson
Liverpool flytur á nýtt æfingasvæði í næsta mánuði
Mynd: Getty Images
Liverpool mun flytja á nýtt og glæsilegt æfingasvæði um miðjan eða í lok næsta mánaðar. Liverpool staðfesti þetta í dag og greindi einnig frá því að AXA hafi keypt nafnaréttinn á æfingasvæðinu.

Í áratugi hefur Liverpool verið með æfingasvæði sitt á Melwood og það verða því tímamót þegar liðið flytur á nýtt æfingasvæði í Kirby.

Um er að ræða glæsilegt æfingasvæði fyrir aðal og unglingalði félagsins. Fyrir utan æfingavelli verður þar heil innanhúshöll, bygging fyrir akademíu félagsins og 499 sæta stúka við aðalæfingavöllinn.

Tvær líkamsræktarstöðvar verða á svæðinu, sundlaug, kæliklefar og sérstök aðstaða fyrir endurheimt leikmanna. Þá verða einnig á svæðinu sjónvarpsstúdíó, salur fyrir fréttamannafundi sem og skrifstofur.

Nýja æfingasvæðið er allt hið glæsilegasta eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan en framkvæmdir hafa staðið lengi yfir.



Athugasemdir
banner
banner
banner