Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 27. október 2021 18:39
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Svekkjandi tap hjá Juventus - Atalanta lagði Sampdoria
Maxime Lopez vippar hér yfir Mattia Perin
Maxime Lopez vippar hér yfir Mattia Perin
Mynd: Getty Images
Duvan Zapata gerði annað mark Atalanta
Duvan Zapata gerði annað mark Atalanta
Mynd: EPA
Juventus tapaði fyrir Sassuolo, 2-1, í Seríu A á Ítalíu í 10. umferð deildarinnar í kvöld. Sigurmark Sassuolo kom í blálokin.

Juventus fékk nokkur kjörin tækifæri til að komast yfir í leiknum en Paulo Dybala fékk besta færið er hann skaut í stöng. Stuttu síðar kom Davide Frattesi liði Sassuolo yfir eftir góða sendingu inn fyrir frá Gregoire Defrel.

Heimamenn skiptu um gír í þeim síðari og eftir nokkuð góð færi kom jöfnunarmarkið. Bandaríski landsliðsmaðurinn Weston McKennie gerði það með skalla eftir fyrirgjöf Dybala.

Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma kom sigurmarkið. Maxime Lopez. sem er nú ekki beint þekktur fyrir að skora mörk, gerði það með því að vippa yfir Mattia Perin í markinu. Fyrsti sigur Sassuolo á Allianz-leikvanginum staðfestur.

Juventus er í 7. sæti deildarinnar með 15 stig, þrettán stigum á eftir toppliði Milan.

Atalanta lagði þá Sampdoria, -1. Þrjú mörk komu í fyrri hluta fyrri hálfleiks. Francesco Caputo kom Sampdoria yfir á 10. mínútu en Kristoffer Askildsen varð fyrir því að koma boltanum í eigið net sjö mínútum síðar og staðan jöfn. Duvan Zapata kom Atalanta yfir á 21. mínútu og Josip Ilicic gulltryggði sigurinn undir lokin.

Udinese og Verona gerðu þá 1-1 jafntefli.

Úrslit og markaskorarar:

Juventus 1 - 2 Sassuolo
0-1 Davide Frattesi ('44 )
1-1 Weston McKennie ('76 )
1-2 Maxime Lopez ('90 )

Sampdoria 1 - 3 Atalanta
1-0 Francesco Caputo ('10 )
2-0 Kristoffer Askildsen ('17 , sjálfsmark)
2-1 Duvan Zapata ('21 )
2-2 Josip Ilicic ('90 )

Udinese 1 - 1 Verona
1-0 Isaac Success ('3 )
1-1 Antonin Barak ('83 , víti)
Athugasemdir
banner