Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. október 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Sturlu inn í þjálfarateymi Heimis
Kjartan Sturluson.
Kjartan Sturluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Sturluson hefur verið ráðinn markvarðarþjálfari karlaliðs Vals og gerir tveggja ára samning.

Hann kemur því inn í þjálfarateymi Heimis Guðjónssonar í staðinn fyrir Eirík Þorvarðarson sem er hættur þjálfun.

Síðustu tvö ár hefur Kjartan verið markvarðaþjálfari hjá kvennaliði félagsins.

Kjartan lék yfir 100 leiki með Val á árunum 2005 til 2010 og varð m.a Íslands- og bikarmeistari með félaginu. Hann á að baki sjö landsleiki fyrir Ísland.

„Valur fagnar því að halda þessum reynslubolta innan raða félagsins næstu árin," segir í tilkynningu Vals.

Kjartan mun meðal annars þjálfa Guy Smit en hollenski markvörðurinn er genginn í raðir Vals frá Leikni. Óvissa er með framtíð Hannesar Þórs Halldórssonar.
Athugasemdir
banner
banner