Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. október 2022 10:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adda orðin hluti af þjálfarateymi Vals (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Adda, lagði skóna á hilluna eftir nýliðið tímabilið og hefur Valur nú tilkynnt að hún hafi verið ráðin inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

„ Adda sem er sterkur leiðtogi hefur verið mikilvægur hlekkur innan Vals síðan hún gekk til liðs við félagið 2019 og hefur gríðarlega reynslu sem leikmaður og er margfaldur Íslands-og bikarmeistari. Það verður gaman að fylgjast með Öddu takast á við þjálfarastarfið og væntir félagið mikils af hennar störfum á komandi árum," segir í tilkynningu Vals.

Adda er 35 ára og lék sem miðjumaður á sínum ferli. Hún er uppalin í Breiðabliki en lék langlengst af sínum ferli með Stjörnunni, lék um stutt skeið með Kristianstad í Svíþjóð og svo síðustu árin með Val.

Í slúðurpakkanum í gær var sagt frá því að Adda hefði verið á blaði hjá Fylki áður en Gunnar Magnús Jónsson var ráðinn þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner