Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 27. október 2022 14:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Mist í Stjörnuna (Staðfest)
Andrea í leik gegn Stjörnunni í sumar.
Andrea í leik gegn Stjörnunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Bestu deild kvenna því Andrea Mist Pálsdóttir hefur gengið í raðir félagsins. Í tilkynningu félagsins segir að hún muni leika með liðinu næstu árin.

„Það er gífurlegur liðsstyrkur í Andreu, enda hefur hún leikið næstum því 200 leiki í deild og bikar á Íslandi, spilað 33 landsleiki þar af 3 fyrir A-Landsliðið sem og spilað erlendis," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Andrea er miðjumaður og varð hún 24 ára í gær. Hún lék með Þór/KA í sumar eftir að hafa komið til baka úr atvinnumennsku í Svíþjóð síðasta vetur. Hún er uppalin í Þór og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Þór/KA sumarið 2014. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu 2017 og fór eftir tímabilið 2019 í FH. Snemma árs 2021 skipti hún svo yfir til Svíþjóðar og lék með Växsjö tímabilið 2021.

„Ég er gríðalega stolt og ánægð með nýja samninginn hjá Stjörnunni og get ekki beðið eftir að hefjast handa. Liðið er stúfullt af hæfileikaríkum og góðum leikmönnum eins og árangur sumarsins gaf að kynna. Aðstaðan og umgjörðin er frábær og hlakka ég mikið til komandi tíma í Garðabænum”, segir Andrea Mist um félagsskiptin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner