Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 27. október 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Garnacho var eins og ungur Ronaldo"
Alejandro Garnacho t.v.
Alejandro Garnacho t.v.
Mynd: Getty Images

Alejandro Garnacho var í fyrsta sinn í byrjunarliði Manchester United þegar liðið vann Sheriff 3-0 í Evrópudeildinni í kvöld.


Garnacho er aðeins 18 ára gamall en hann lék sinn fyrsta leik á síðustu leiktíð og hefur komið við sögu í níu leikjum fyrir United.

Hann stóð sig vel í kvöld og Paul Scholes fyrrum leikmaður United sagði á BT Sport að hann hafi minnt sig á Cristiano Ronaldo.

„Hann var magnaður, hann er með alvöru hæfileika. Hann var ákveðinn, var alltaf að gera árás á vörnina. Var með brögð sem höfðu tilgang, hann var með allt. Vantaði bara mark eða stoðsendingu," sagði Scholes.

„Þetta félag elskar skemmtikrafta, hann var eins og ungur Ronaldo. Ég var mjög hrifinn, hann gat farið upp kanntinn og inn á teiginn, það gerir hann óútreiknanlegan."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner