fim 27. október 2022 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag vill ekki sjá svona frá Antony - „Ætlast til meiru af honum"
Ten Hag og Antony
Ten Hag og Antony
Mynd: Getty Images

Antony lék aðeins fyrri hálfleikinn í sigri Manchester United gegn Sheriff í Evrópudeildinni í kvöld.


Menn veltu fyrir sér hvort Ten Hag hafi tekið hann útaf eftir að hann sýndi furðulega takta inn á vellinum þegar staðan var markalaus. Paul Scholes fyrrum leikmaður United skildi ekkert í þessu stælum hjá Antony.

„Ég skildi ekki hvað þetta átti að gera. Ég held [að skiptingin] hafði eitthvað með þetta að gera. Við sáum hvernig hann brást við á bekknum," sagði Scholes.

Ten Hag var spurður út í skiptinguna eftir leikinn.

„Ég vildi sjá Ronaldo og Marcus Rashford saman. Það var ein af ástæðunum, Garnacho var að spila nokkuð vel. Þetta var eiginlega fyrirfram ákveðið," sagði Ten Hag.

„Ég er ekkert á móti svona snúning svo framarlega sem það gerir eitthvað gagn. Ég ætlast til meiru af honum, hlaupa á bakvið vörnina, meiri hraða og meiri yfirburði. Svona bragð er flott ef það hefur tilgang og þú tapar ekki boltanum," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner
banner