Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   fös 27. október 2023 22:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Glódís Perla: Gríðarlega stolt af því hvernig við komum inn í þennan leik
Glódís Perla VIggósdóttir
Glódís Perla VIggósdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland tók á móti Danmörku í þriðju umferð í Þjóðadeild kvenna. Íslenska liðið sýndi flotta frammistöðu í leiknum en urðu þó að sætta sig við svekkjandi tap fyrir Dönum. 

Ísland er með þrjú stig eftir þrjár fyrstu umferðir Þjóðadeildarinnar, á meðan Danmörk trónir á toppi riðilsins með fullt hús stiga - eða níu stig.


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Danmörk

„Þetta er gríðarlega svekkjandi en maður reynir að horfa í að frammistaðan var virkilega góð. Ég er gríðarlega stolt af því hvernig við sem lið komum inn í þennan leik og svörum fyrir seinasta verkefni." Sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld. 

„Mér fannst við óhræddar. Mér fannst við láta finna fyrir okkur inni á vellinum og það var það sem við töluðum um fyrir leik og mér fannst það skína í gegn nánast allan leikinn." 

Margir spekingar haft orð á því að frammistaða Íslenska liðsins í síðustu verkefnum hefur ekki verið góð. 

„Við fögum umræðu. Við viljum að það sé verið að tala og við viljum að fólk hafi skoðanir, málefnalegar skoðanir helst. Umræðan er bara frábær og flott en við erum með fókusin á því sem að við viljum gera og höfum kannski ekki verið að ná því fram í síðustu leikjum en mér finnst við í dag hafa verið að finna aðeins betri takt með boltann og það er mikilvægt og það er eitthvað sem að við þurfum að taka með okkur inn í næstu leiki." 

Íslenska liðið mætir Þýska liðinu á þriðjudaginn kemur. 

„Það skiptir máli fyrir okkur að fá stig. Við erum nátturlega að keppast um að halda okkur uppi í A-deild og það er gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið og stig á móti Þýskalandi á heimavelli, stig í dag hefði verið verið frábært, stig á móti Þýskalandi, jafnvel þrjú stig er klárlega markmiðið." 

Nánar er rætt við Glódísi Perlu Viggósdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner