PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   sun 27. október 2024 21:53
Kári Snorrason
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024 eftir að hafa unnið Víking 3-0, í hreinum úrslitaleik um titilinn í Víkinni í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö og Aron Bjarnason eitt til að skila þriðja Íslandsmeistaratitlinum í Kópavog. Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta er besta tilfinning í heimi, fyrir leik ímyndaði maður sér hvað myndi gerast ef við myndum klára þetta. Það var erfitt en svo gerist þetta og er besta tilfinning í heimi."

„Mér fannst við vera með leikinn frá A-Ö. Mér fannst við eiga að vinna þetta stærra. Þessi leikur var mjög vel upp settur, við útfærðum allt upp á tíu."

Fæstir bjuggust við að Breiðablik yrðu meistarar fyrir mót.

„Það eru bara nokkrir sem þurfa að hafa trú. Það kom tímabil þar sem trúin fór aðeins niður en svo settum við í fluggír."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner