Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024 eftir að hafa unnið Víking 3-0, í hreinum úrslitaleik um titilinn í Víkinni í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö og Aron Bjarnason eitt til að skila þriðja Íslandsmeistaratitlinum í Kópavog. Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik
„Þetta er besta tilfinning í heimi, fyrir leik ímyndaði maður sér hvað myndi gerast ef við myndum klára þetta. Það var erfitt en svo gerist þetta og er besta tilfinning í heimi."
„Mér fannst við vera með leikinn frá A-Ö. Mér fannst við eiga að vinna þetta stærra. Þessi leikur var mjög vel upp settur, við útfærðum allt upp á tíu."
Fæstir bjuggust við að Breiðablik yrðu meistarar fyrir mót.
„Það eru bara nokkrir sem þurfa að hafa trú. Það kom tímabil þar sem trúin fór aðeins niður en svo settum við í fluggír."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir