Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 27. nóvember 2019 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Gísli: Þetta eru forréttindi
Jón Gísli í leik með ÍA.
Jón Gísli í leik með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mín fyrstu viðbrögð eru svekkelsi. Við byrjuðum leikinn mjög illa og vorum á hælunum, en það er líka hægt að segja það að þeir eru með gott lið og góða leikmenn hér og þar," sagði Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður ÍA, eftir tap gegn Derby County í Evrópukeppni unglingaliða.

ÍA tapaði 4-1 á Pride Park í kvöld eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-1; því eru samanlögð úrslit 6-2 og ÍA úr leik.

„Þeir eru með góða, sterka leikmenn í öllum stöðum og kannski voru þeir of stór biti fyrir okkur."

Skagamenn tóku góðan hring á vellinum eftir leikinn.

„Þeir þökkuðu okkur fyrir árið, þetta er búið að vera langt tímabil. Við getum ekki verið annað en stoltir af þessu, að spila á svona á velli og spila á móti svona liði. Þetta eru forréttindi og við eigum að vera stoltir. Það er alltaf gaman að spila á svona völlum, grasið gott og blautt."

Sagan segir að Jón Gísli gæti verið á leið út í atvinnumennsku. Spurður út í það hvort hann verði áfram í ÍA, þá sagði hann: „Við sjáum til."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir