Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 27. nóvember 2019 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Gísli: Þetta eru forréttindi
Jón Gísli í leik með ÍA.
Jón Gísli í leik með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mín fyrstu viðbrögð eru svekkelsi. Við byrjuðum leikinn mjög illa og vorum á hælunum, en það er líka hægt að segja það að þeir eru með gott lið og góða leikmenn hér og þar," sagði Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður ÍA, eftir tap gegn Derby County í Evrópukeppni unglingaliða.

ÍA tapaði 4-1 á Pride Park í kvöld eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-1; því eru samanlögð úrslit 6-2 og ÍA úr leik.

„Þeir eru með góða, sterka leikmenn í öllum stöðum og kannski voru þeir of stór biti fyrir okkur."

Skagamenn tóku góðan hring á vellinum eftir leikinn.

„Þeir þökkuðu okkur fyrir árið, þetta er búið að vera langt tímabil. Við getum ekki verið annað en stoltir af þessu, að spila á svona á velli og spila á móti svona liði. Þetta eru forréttindi og við eigum að vera stoltir. Það er alltaf gaman að spila á svona völlum, grasið gott og blautt."

Sagan segir að Jón Gísli gæti verið á leið út í atvinnumennsku. Spurður út í það hvort hann verði áfram í ÍA, þá sagði hann: „Við sjáum til."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir