Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
Óli Hrannar: Keflavík er bara margfalt betra lið heldur en við í dag
„Það er verra að tapa leikjum en vinna þá"
Sandra Sig: Viltu heiðarlegt svar?
Donni: 0-0 hefðu verið sanngjörn úrslit
John Andrews: Höfum spilað vel í síðustu fjórum leikjum
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kristján Guðmunds: Eigum að fá meira úr því sem við erum að gera
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
   mið 27. nóvember 2019 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Gísli: Þetta eru forréttindi
Jón Gísli í leik með ÍA.
Jón Gísli í leik með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mín fyrstu viðbrögð eru svekkelsi. Við byrjuðum leikinn mjög illa og vorum á hælunum, en það er líka hægt að segja það að þeir eru með gott lið og góða leikmenn hér og þar," sagði Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður ÍA, eftir tap gegn Derby County í Evrópukeppni unglingaliða.

ÍA tapaði 4-1 á Pride Park í kvöld eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-1; því eru samanlögð úrslit 6-2 og ÍA úr leik.

„Þeir eru með góða, sterka leikmenn í öllum stöðum og kannski voru þeir of stór biti fyrir okkur."

Skagamenn tóku góðan hring á vellinum eftir leikinn.

„Þeir þökkuðu okkur fyrir árið, þetta er búið að vera langt tímabil. Við getum ekki verið annað en stoltir af þessu, að spila á svona á velli og spila á móti svona liði. Þetta eru forréttindi og við eigum að vera stoltir. Það er alltaf gaman að spila á svona völlum, grasið gott og blautt."

Sagan segir að Jón Gísli gæti verið á leið út í atvinnumennsku. Spurður út í það hvort hann verði áfram í ÍA, þá sagði hann: „Við sjáum til."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner