Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 27. nóvember 2021 11:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Arsenal og Newcastle: Ödegaard kemur inn í liðið
Mynd: Getty Images
Fyrsta viðureign dagsins í ensku úrvalsdeildinni er leikur Arsenal og Newcastle United á Emirates leikvangnum í London.

Arsenal fékk skell í síðasta deildarleik en það var 4-0 tap gegn Liverpool. Á undan þeim leik var liðið búið að vera á mjög góðri siglingu.

Gestirnir frá Newcastle eiga enn eftir að vinna leik í deildinni á þessari leiktíð en liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Brentford í síðustu umferð. Eddie Howe, nýr stjóri liðsins, missti af þeim leik en hann greindist með Covid veiruna. Hann er hins vegar mættur í slaginn í dag.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gerir eina breytingu frá tapinu slæma gegn Liverpool. Martin Ödegaard kemur þá inn í liðið fyrir Alexandre Lacazette.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, gerir þrjár breytingar frá síðasta deildarleik. Martin Dubravka kemur í markið fyrir Karl Darlow og þá er Ryan Fraser mættur í byrjunarliðið. Emil Krafth kemur einnig inn í liðið.

Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, White, Gabriel, Tavares, Saka, Smith-Rowe, Partey, Lokonga, Ödegaard, Aubameyang.
(Varamenn: Leno, Tierney, Lacazette, Niles, Holding, Pepe, Elneny, Nketiah, Martinelli)

Newcastle: Dubravka, Schaer, Lascelles, Krafth, Fraser, Willock, Shelvey, Ritchie, Joelinton, Wilson, Saint-Maximin.
(Varamenn: Darlow, Clark, Lewis, Hayden, Hendrick, Manquillo, Murphy, Almiron, Longstaff)

Athugasemdir
banner
banner