Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 27. nóvember 2021 10:20
Aksentije Milisic
Haaland vill fara til Real - Barcelona á eftir leikmönnum Man Utd
Powerade
Endar Haaland í Real Madrid?
Endar Haaland í Real Madrid?
Mynd: EPA
Barcelona ku hafa áhuga á Lingard.
Barcelona ku hafa áhuga á Lingard.
Mynd: EPA
Endar Mitrovic hjá ítölsku risunum?
Endar Mitrovic hjá ítölsku risunum?
Mynd: EPA
Haaland, Dembele, Phillips, Lingard, Cavani, Pepe, Mitrovic og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman á þessum laugardegi.
_______________________________________

Norski framherjinn Erling Braut Haaland vill ganga til liðs við Real Madrid en þessi 21 árs gamli leikmaður á þrátt fyrir það enn eftir að gera endanlega upp hug sinn hvert hann fari, yfirgefi hann Dortmund á næsta ári. (Goal)

Newcastle leiðir kapphlaupið um leikmann Barcelona, Ousmane Dembele, en samningur þessa 24 ára gamla leikmanns rennur út næsta sumar. (Mundo Deportivo)

Manchester United mun reyna fá Erik ten Hag frá Ajax, takist liðinu ekki að klófesta Mauricio Pochettino frá PSG. (Mail)

Barcelona vill styrkja sóknarlínu sína í janúar mánuði og hefur félagið áhuga á Jesse Lingard (28) og Edinson Cavani (34) leikmönnum Manchester United. (Mundo Deportivo)

Hinn 25 ára Kalvin Phillips, leikmaður Leeds United, mun afþakka tilboð frá Manchester United og verður hann áfram hjá Leeds næsta sumar. (Star)

Man Utd er nálægt því að ráða Ralf Rangnick sem stjóra út tímabilið en hann mun einnig fá sitt að segja um það hver tekur við liðinu næsta sumar. (Star)

Ferran Torres, 21 árs leikmaður Manchester City, hefur náð samkomulagi við Barcelona en spænska stórveldið á hins vegar enn eftir að ná samkomulagi við Englandsmeistarana. (Marca)

Þá er sagt að Man City hafi sett sig í samband við Real Madrid og tekið stöðuna á Karim Benzema (33). (Mirror)

Stjóri Skotlands, Steve Clarke, segir að hann muni hringja í Gareth Southgate til að fá góð ráð fyrir leikinn gegn Úkraínu í umspili um sæti á HM í Katar. (Times)

Mikel Arteta hefur neitað því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í hinn 26 ára gamla Nicolas Pepe í janúar glugganum. (Metro)

Aston Villa mun einbeita sér að því að kaupa miðvörð og varnasinnaðan miðjumann í janúar glugganum. (Football Insider)

Framherji Fulham, Aleksandar Mitrovic (27), gæti verið á leiðinni til Juventus. (Tuttosport)

Hinn 18 ára gamli Carney Chukwuemeka mun ekki skrifa undir nýjan samning við Aston Villa. Stórlið á borð við Man City, Man Utd og Liverpool fylgjast grannt með gangi mála. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner