Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 28. janúar 2020 10:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Sportbuzzer 
Sara Björk yfirgefur Wolfsburg eftir tímabilið (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Mirko Kappes
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun yfirgefa þýska félagið Wolfsburg eftir tímabilið.

Ralf Kellermann íþróttastjóri félagsins hefur staðfest þetta við þýska fjölmiðla og segir að Sara hafi ekki viljað gera nýjan samning.

Hún hefur verið orðuð við Barcelona og Lyon en einnig er sagt að ensk félög hafi áhuga á henni.

Kellermann segir það leiðinlegar fréttir að Sara sé á förum.

Hún hefur leikið með Wolfsburg frá 2016 og hampað Þýskalandsmeistaratitlinum í tvígang og bikarmeistaratitlinum tvívegis.

Það er vetrarfrí í þýska kvennaboltanum en keppni hefst aftur um miðjan febrúar. Wolfsburg er um með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner