Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. janúar 2021 13:39
Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur þjálfar Kára áfram
Ásmundur á fréttamannafundi KSÍ i dag.
Ásmundur á fréttamannafundi KSÍ i dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Haraldsson verður áfram þjálfari 2. deildarliðs Kára á Akranesi þrátt fyrir að vera kominn í þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins á nýjan leik.

KSÍ tilkynnti í dag að Þorsteinn Halldórsson hafi verið ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins en hann tók við af Jóni Þór Haukssyni sem þurfti að taka poka sinn eftir trúnaðarbrest seint á síðasta ári.

Ásmundur var um leið tilkynntur sem nýr aðstoðarþjálfari en hann var áður í því starfi þegar Freyr Alexandersson stýrði liðinu. Hann tekur við af Ian Jeffs sem hættir núna.

Ásmundur hafði verið aðstoðarmaður Ólafs Kristjánssonar hjá FH þar til í sumar ef þeir létu báðir af störfum. Eftir tímabilið tók hann svo við Kára af Gunnari Einarssyni.

Ásmundur staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net á fréttamannafundi KSÍ rétt í þessu að hann verði áfram í starfinu hjá Kára meðfram starfinu hjá KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner