Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 28. janúar 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Torreira gæti farið til Mónakó
Mónakó er í viðræðum við Arsenal um að fá miðjumanninn Lucas Torreira á láni út tímabilið.

Torreira hefur verið í láni hjá Atletico Madrid en dvöl hans þar hefur ekki gengið eins og vonast hafði verið eftir.

Torreira hefur einungis byrjað tvo leiki í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Mónakó er nú að reyna að fá Torreira í frönsku deildina en ítölsku félögin Fiorentina og Cagliari hafa einnig sýnt áhuga.

Athugasemdir
banner
banner