Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin um helgina - Egyptaland mætir Marokkó
Mynd: Getty Images
8 liða úrslit Afríkukeppninnar fer fram um helgina. Hún hefst með viðureign heimamanna í Kamerún sem mætir Gambíu. Leikurinn fer fram kl 16 á morgun.

Kamerún vann Kómoreyjar í mögnuðum leik 2-1 í 16 liða úrslitunum á meðan Gambía vann óvæntan 1-0 sigur á Gíneu.

kl 19 mætast Búrkína Fasó og Túnis. Bæði lið voru 'minna liðið' í 16 liða úrslitunum. Túnis sigraði Nígeríu 1-0 á meðan Búrkína Fasó vann Gabon 2-1.

Á sunnudaginn er stórleikur Egyptalands og Marokkó. Egyptaland komst í 8 liða úrslitin eftir að hafa unnið Fílabeinsströndina í 16 liða úrslitunum í vítaspyrnukeppni.

Marokkó marði sigur á Malaví í 16 liða úrslitum 2-1. Í loka leik 8 liða úrslitanna eigast við Senegal og Miðbaugs Gínea. Senegal vann Grænhöfðaeyjar 2-0 og Miðbaugs Gínea lagði Malí 1-0 í 16 liða úrslitunum.

laugardagur 29. janúar

AFRICA NATIONS CUP: Quarterfinal
16:00 Gambia - Kamerún
19:00 Burkina Faso - Túnis

sunnudagur 30. janúar

AFRICA NATIONS CUP: Quarterfinal
16:00 Egyptaland - Marokkó
19:00 Senegal - Miðbaugs Gínea
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner