Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 28. janúar 2022 14:28
Elvar Geir Magnússon
Róbert Hauks: Aðdragandinn langur og óþægilegur
Róbert Hauksson skrifaði undir hjá Leikni í dag.
Róbert Hauksson skrifaði undir hjá Leikni í dag.
Mynd: Leiknir
Í leik með Þrótti í fyrra.
Í leik með Þrótti í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn ungi Róbert Hauksson hefur skrifað undir samning við Leikni í Breiðholti en hann kemur til félagsins frá Þrótti. Róbert er tvítugur og er spenntur fyrir nýrri áskorun í efstu deild.

„Aðdragandinn var í raun frekar langur. Þetta ferli hefur verið langt og viðræður í gangi frá því í lok síðasta tímabils en nú er þetta komið í gegn og þetta er frábær tilfinning," segir Róbert.

Leiknismenn hafa verið í viðræðum við Þrótt í nokkurn tíma en fleiri félög hafa einnig gert tilraunir til að fá hann. Róbert fékk lof fyrir spilamennsku sína í fyrra og talað um hann sem ljósasta punktinn á vonbrigðatímabili hjá Þrótti sem féll í 2. deild.

„Þetta var mjög skrítið tímabil, þetta var fyrsta tímabilið mitt þar sem ég náði að sýna mig almennilega. Á sama tíma var erfitt að liðið myndi falla. Það er tvískipt hvernig hægt er að horfa á þetta en ég var mjög sáttur við mig á síðasta tímabili."

„Ég hef löngun og metnað að spila í hærri styrkleika og fannst ekki rétt skref fyrir mig á ferlinum að spila í 2. deild. Þetta skref er fullkomið mig."

Eins og áður segir hefur staða Róberts verið í óvissu í allan vetur. Hvernig hefur verið fyrir ungan leikmenn að vera svona lengi í óvissu?

„Það er búið að vera mjög óþægilegt. Ég hef verið að halda mér í formi sjálfur. Það hefði verið óskastaða að klára þetta fyrr og þá væri maður kominn í alvöru stand núna. Nú byrjar enn meiri vinna og ég legg mig 100% í þetta."

Hann þekkir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Leiknis.

„Hann var þjálfari hjá mér í Stjörnunni í yngri flokkum og ég hef bara gott að segja um hann. Ég er mjög spenntur að fá að spila undir hans stjórn, hann er búinn að sýna sig og sanna í efstu deild og ég er mjög spenntur að vinna með honum," segir Róbert sem fær nú tækifæri til að sanna sig í deild þeirra bestu.

„Ég er mjög spenntur að sjá hvernig er að spila á móti svona sterkum liðum og alvöru leikmönnum, mönnum sem hafa verið í atvinnumennsku. Ég er mjög spenntur að máta mig við þá."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner