29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 28. janúar 2022 14:28
Elvar Geir Magnússon
Róbert Hauks: Aðdragandinn langur og óþægilegur
Róbert Hauksson skrifaði undir hjá Leikni í dag.
Róbert Hauksson skrifaði undir hjá Leikni í dag.
Mynd: Leiknir
Í leik með Þrótti í fyrra.
Í leik með Þrótti í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn ungi Róbert Hauksson hefur skrifað undir samning við Leikni í Breiðholti en hann kemur til félagsins frá Þrótti. Róbert er tvítugur og er spenntur fyrir nýrri áskorun í efstu deild.

„Aðdragandinn var í raun frekar langur. Þetta ferli hefur verið langt og viðræður í gangi frá því í lok síðasta tímabils en nú er þetta komið í gegn og þetta er frábær tilfinning," segir Róbert.

Leiknismenn hafa verið í viðræðum við Þrótt í nokkurn tíma en fleiri félög hafa einnig gert tilraunir til að fá hann. Róbert fékk lof fyrir spilamennsku sína í fyrra og talað um hann sem ljósasta punktinn á vonbrigðatímabili hjá Þrótti sem féll í 2. deild.

„Þetta var mjög skrítið tímabil, þetta var fyrsta tímabilið mitt þar sem ég náði að sýna mig almennilega. Á sama tíma var erfitt að liðið myndi falla. Það er tvískipt hvernig hægt er að horfa á þetta en ég var mjög sáttur við mig á síðasta tímabili."

„Ég hef löngun og metnað að spila í hærri styrkleika og fannst ekki rétt skref fyrir mig á ferlinum að spila í 2. deild. Þetta skref er fullkomið mig."

Eins og áður segir hefur staða Róberts verið í óvissu í allan vetur. Hvernig hefur verið fyrir ungan leikmenn að vera svona lengi í óvissu?

„Það er búið að vera mjög óþægilegt. Ég hef verið að halda mér í formi sjálfur. Það hefði verið óskastaða að klára þetta fyrr og þá væri maður kominn í alvöru stand núna. Nú byrjar enn meiri vinna og ég legg mig 100% í þetta."

Hann þekkir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Leiknis.

„Hann var þjálfari hjá mér í Stjörnunni í yngri flokkum og ég hef bara gott að segja um hann. Ég er mjög spenntur að fá að spila undir hans stjórn, hann er búinn að sýna sig og sanna í efstu deild og ég er mjög spenntur að vinna með honum," segir Róbert sem fær nú tækifæri til að sanna sig í deild þeirra bestu.

„Ég er mjög spenntur að sjá hvernig er að spila á móti svona sterkum liðum og alvöru leikmönnum, mönnum sem hafa verið í atvinnumennsku. Ég er mjög spenntur að máta mig við þá."
Athugasemdir
banner
banner