Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 28. janúar 2022 14:28
Elvar Geir Magnússon
Róbert Hauks: Aðdragandinn langur og óþægilegur
Róbert Hauksson skrifaði undir hjá Leikni í dag.
Róbert Hauksson skrifaði undir hjá Leikni í dag.
Mynd: Leiknir
Í leik með Þrótti í fyrra.
Í leik með Þrótti í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn ungi Róbert Hauksson hefur skrifað undir samning við Leikni í Breiðholti en hann kemur til félagsins frá Þrótti. Róbert er tvítugur og er spenntur fyrir nýrri áskorun í efstu deild.

„Aðdragandinn var í raun frekar langur. Þetta ferli hefur verið langt og viðræður í gangi frá því í lok síðasta tímabils en nú er þetta komið í gegn og þetta er frábær tilfinning," segir Róbert.

Leiknismenn hafa verið í viðræðum við Þrótt í nokkurn tíma en fleiri félög hafa einnig gert tilraunir til að fá hann. Róbert fékk lof fyrir spilamennsku sína í fyrra og talað um hann sem ljósasta punktinn á vonbrigðatímabili hjá Þrótti sem féll í 2. deild.

„Þetta var mjög skrítið tímabil, þetta var fyrsta tímabilið mitt þar sem ég náði að sýna mig almennilega. Á sama tíma var erfitt að liðið myndi falla. Það er tvískipt hvernig hægt er að horfa á þetta en ég var mjög sáttur við mig á síðasta tímabili."

„Ég hef löngun og metnað að spila í hærri styrkleika og fannst ekki rétt skref fyrir mig á ferlinum að spila í 2. deild. Þetta skref er fullkomið mig."

Eins og áður segir hefur staða Róberts verið í óvissu í allan vetur. Hvernig hefur verið fyrir ungan leikmenn að vera svona lengi í óvissu?

„Það er búið að vera mjög óþægilegt. Ég hef verið að halda mér í formi sjálfur. Það hefði verið óskastaða að klára þetta fyrr og þá væri maður kominn í alvöru stand núna. Nú byrjar enn meiri vinna og ég legg mig 100% í þetta."

Hann þekkir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Leiknis.

„Hann var þjálfari hjá mér í Stjörnunni í yngri flokkum og ég hef bara gott að segja um hann. Ég er mjög spenntur að fá að spila undir hans stjórn, hann er búinn að sýna sig og sanna í efstu deild og ég er mjög spenntur að vinna með honum," segir Róbert sem fær nú tækifæri til að sanna sig í deild þeirra bestu.

„Ég er mjög spenntur að sjá hvernig er að spila á móti svona sterkum liðum og alvöru leikmönnum, mönnum sem hafa verið í atvinnumennsku. Ég er mjög spenntur að máta mig við þá."
Athugasemdir
banner
banner