Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
   fös 28. janúar 2022 14:28
Elvar Geir Magnússon
Róbert Hauks: Aðdragandinn langur og óþægilegur
Róbert Hauksson skrifaði undir hjá Leikni í dag.
Róbert Hauksson skrifaði undir hjá Leikni í dag.
Mynd: Leiknir
Í leik með Þrótti í fyrra.
Í leik með Þrótti í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn ungi Róbert Hauksson hefur skrifað undir samning við Leikni í Breiðholti en hann kemur til félagsins frá Þrótti. Róbert er tvítugur og er spenntur fyrir nýrri áskorun í efstu deild.

„Aðdragandinn var í raun frekar langur. Þetta ferli hefur verið langt og viðræður í gangi frá því í lok síðasta tímabils en nú er þetta komið í gegn og þetta er frábær tilfinning," segir Róbert.

Leiknismenn hafa verið í viðræðum við Þrótt í nokkurn tíma en fleiri félög hafa einnig gert tilraunir til að fá hann. Róbert fékk lof fyrir spilamennsku sína í fyrra og talað um hann sem ljósasta punktinn á vonbrigðatímabili hjá Þrótti sem féll í 2. deild.

„Þetta var mjög skrítið tímabil, þetta var fyrsta tímabilið mitt þar sem ég náði að sýna mig almennilega. Á sama tíma var erfitt að liðið myndi falla. Það er tvískipt hvernig hægt er að horfa á þetta en ég var mjög sáttur við mig á síðasta tímabili."

„Ég hef löngun og metnað að spila í hærri styrkleika og fannst ekki rétt skref fyrir mig á ferlinum að spila í 2. deild. Þetta skref er fullkomið mig."

Eins og áður segir hefur staða Róberts verið í óvissu í allan vetur. Hvernig hefur verið fyrir ungan leikmenn að vera svona lengi í óvissu?

„Það er búið að vera mjög óþægilegt. Ég hef verið að halda mér í formi sjálfur. Það hefði verið óskastaða að klára þetta fyrr og þá væri maður kominn í alvöru stand núna. Nú byrjar enn meiri vinna og ég legg mig 100% í þetta."

Hann þekkir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Leiknis.

„Hann var þjálfari hjá mér í Stjörnunni í yngri flokkum og ég hef bara gott að segja um hann. Ég er mjög spenntur að fá að spila undir hans stjórn, hann er búinn að sýna sig og sanna í efstu deild og ég er mjög spenntur að vinna með honum," segir Róbert sem fær nú tækifæri til að sanna sig í deild þeirra bestu.

„Ég er mjög spenntur að sjá hvernig er að spila á móti svona sterkum liðum og alvöru leikmönnum, mönnum sem hafa verið í atvinnumennsku. Ég er mjög spenntur að máta mig við þá."
Athugasemdir