Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fös 28. janúar 2022 14:28
Elvar Geir Magnússon
Róbert Hauks: Aðdragandinn langur og óþægilegur
Róbert Hauksson skrifaði undir hjá Leikni í dag.
Róbert Hauksson skrifaði undir hjá Leikni í dag.
Mynd: Leiknir
Í leik með Þrótti í fyrra.
Í leik með Þrótti í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn ungi Róbert Hauksson hefur skrifað undir samning við Leikni í Breiðholti en hann kemur til félagsins frá Þrótti. Róbert er tvítugur og er spenntur fyrir nýrri áskorun í efstu deild.

„Aðdragandinn var í raun frekar langur. Þetta ferli hefur verið langt og viðræður í gangi frá því í lok síðasta tímabils en nú er þetta komið í gegn og þetta er frábær tilfinning," segir Róbert.

Leiknismenn hafa verið í viðræðum við Þrótt í nokkurn tíma en fleiri félög hafa einnig gert tilraunir til að fá hann. Róbert fékk lof fyrir spilamennsku sína í fyrra og talað um hann sem ljósasta punktinn á vonbrigðatímabili hjá Þrótti sem féll í 2. deild.

„Þetta var mjög skrítið tímabil, þetta var fyrsta tímabilið mitt þar sem ég náði að sýna mig almennilega. Á sama tíma var erfitt að liðið myndi falla. Það er tvískipt hvernig hægt er að horfa á þetta en ég var mjög sáttur við mig á síðasta tímabili."

„Ég hef löngun og metnað að spila í hærri styrkleika og fannst ekki rétt skref fyrir mig á ferlinum að spila í 2. deild. Þetta skref er fullkomið mig."

Eins og áður segir hefur staða Róberts verið í óvissu í allan vetur. Hvernig hefur verið fyrir ungan leikmenn að vera svona lengi í óvissu?

„Það er búið að vera mjög óþægilegt. Ég hef verið að halda mér í formi sjálfur. Það hefði verið óskastaða að klára þetta fyrr og þá væri maður kominn í alvöru stand núna. Nú byrjar enn meiri vinna og ég legg mig 100% í þetta."

Hann þekkir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Leiknis.

„Hann var þjálfari hjá mér í Stjörnunni í yngri flokkum og ég hef bara gott að segja um hann. Ég er mjög spenntur að fá að spila undir hans stjórn, hann er búinn að sýna sig og sanna í efstu deild og ég er mjög spenntur að vinna með honum," segir Róbert sem fær nú tækifæri til að sanna sig í deild þeirra bestu.

„Ég er mjög spenntur að sjá hvernig er að spila á móti svona sterkum liðum og alvöru leikmönnum, mönnum sem hafa verið í atvinnumennsku. Ég er mjög spenntur að máta mig við þá."
Athugasemdir
banner
banner