Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 09:00
Aksentije Milisic
Tuchel veit enn ekki hvernig hann á að nota Havertz
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur viðurkennt það að hann viti ekki hvernig best sé að nota Kai Havertz fyrir liðið.

Havertz kom til Chelsea frá Bayer Leverkusen fyrir 89 milljónir punda í sumar. Tuchel segir þó að Havertz muni gegna stóru hlutverki hjá félaginu.

Havertz hefur einungis skorað fimm mörk í öllum keppnum fyrir Chelsea í vetur en hann hefur verið meiddur og þá hefur hann ekki nýtt tækifæri sín nægilega vel.

Tuchel segir hins vegar að Havertz muni ná að blómstra hjá Chelsea og hann verður í leikmannahópnum í dag sem mætir Manchester United á Brúnni.

„Síðan hann kom, þá hafa meiðslin séð til þess að hann hefur ekki náð að springa út. Ekkert annað," sagði Tuchel um samlanda sinn.

„Ég sé leikmann sem er tilbúinn að leggja allt á sig. Hann fór úr þægindarrammanum í Þýskalandi og tók ákvörðun um að koma í þessa erfiðu deild. Hann mun hafa mikil áhrif hér."

„Við munum finna hlutverk fyrir hann og við þurfum að gefa honum tíma. Hann er tilbúinn og við erum ánægðir með að hann sé kominn aftur í hópinn."

Leikur Chelsea og United hefst klukkan 16:30 í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner