þri 28. febrúar 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins eitt félag sem kemur til greina á Ítalíu fyrir Mbappe
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappe hefur gefið það út að það sé aðeins eitt félag sem hann væri til í að spila fyrir á Ítalíu.

Mbappe er núna á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi og er næst launahæsti fótboltamaður í heimi á eftir Cristiano Ronaldo.

Ef hann myndi yfirgefa PSG þá væri Real Madrid eða enska úrvalsdeildin líklegustu áfangastaðir hans, en hann færi til Ítalíu þá kæmi aðeins eitt félag til greina.

„Ef ég kem, þá er það bara AC Milan," sagði Mbappe við stuðningsmann á verðlaunahátíð FIFA í gærkvöldi.

Mbappe hefur áður talað um ást sína á AC Milan. Í æsku var hann með ítalska barnfóstru en í fjölskyldu hennar voru allir stuðningsmenn félagsins. Hann byrjaði því sjálfur að halda með AC Milan og reyndi að horfa á sem flesta leiki hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner