þri 28. febrúar 2023 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alaba sendi frá sér yfirlýsingu: Kjósum sem lið
David Alaba.
David Alaba.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Real Madrid voru gríðarlega ósáttir við varnarmanninn David Alaba eftir að í ljós kom að hann hefði kosið Lionel Messi sem leikmann ársins á verðlaunahátíð FIFA.

Hátíðin fór fram í gær og þar var það Messi sem fór með sigur af hólmi. Messi fór á kostum á HM í Katar þar sem Argentína stóð uppi sem heimsmeistari.

Landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar og einn fréttamaður frá hverju landi kjósa.

Alaba var merktur fyrir einu af atkvæðunum frá Austurríki þar sem hann er landsliðsfyrirliði þar, en á því atkvæði var Messi settur í fyrsta sæti og Karim Benzema í annað sæti.

Þetta vakti athygli þar sem Benzema og Alaba eru liðsfélagar í Real Madrid. Alaba fékk að heyra það og varð fyrir kynþáttafordómum sem er hræðilegt mál. Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu til útskýringar.

„Við kjósum um þessi verðlaun sem lið. Ég einn ræð ekki atkvæðinu frá okkur. Allir í liðinu kjósa og þannig er það ákveðið. Allir vita það, sérstaklega Karim, hversu mikið ég virði hann og hans frammistöðu," sagði Alaba í yfirlýsingu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner