Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 28. febrúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Calvert-Lewin ekki tilbúinn í tæka tíð fyrir Arsenal
Mynd: EPA

Enski sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin hefur glímt við mikil meiðslavandræði undanfarin misseri. Hann spilaði aðeins 17 úrvalsdeildarleiki á síðustu leiktíð og hefur spilað 11 það sem af er núverandi tímabils.


Hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla og verður ekki með gegn Arsenal annað kvöld.

„Hann er á góðri bataleið en verður ekki með gegn Arsenal. Markaskorun er vandamál hjá okkur en við verðum að finna aðrar lausnir. Við getum ekki treyst á einn leikmann til að skora öll mörkin okkar, það gengur ekki upp til lengdar," sagði Sean Dyche, nýlega ráðinn knattspyrnustjóri sem stýrði Everton í fyrsta sinn í 1-0 sigri gegn Arsenal í byrjun febrúar.

„Leikmenn verða að taka ábyrgð. Við erum að skapa nóg af færum til að skora, en við erum ekki að nýta þau."

Everton er í harðri fallbaráttu og þarf á hinum 25 ára gamla Calvert-Lewin að halda, þar sem liðið er aðeins búið að skora 17 mörk í 24 leikjum.

Síðasti leikur sem Calvert-Lewin spilaði fyrir Everton var sigurinn óvænti gegn Arsenal í byrjun mánaðar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir