Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 28. febrúar 2023 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fekir missir af báðum leikjunum gegn Man Utd
Franski miðjumaðurinn Nabil Fekir meiddist í leik með Real Betis gegn Elche í spænsku úrvalsdeildinni síðasta föstudag og kemur ekki meira við sögu á þessari leiktíð.

Hann fór í frekari rannsóknir í gær og þar kom í ljós að hann er illa meiddur á hné.

Fekir fer í aðgerð á næstu dögum og mun ekki spila meiri fótbolta á þessu tímabili.

Þetta þýðir að Fekir, sem er líklega helsta stjarna Betis, mun missa af einvígi Betis gegn Manchester United í Evrópudeildinni.

Liðin tvö munu mætast í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á Old Trafford 9. mars næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner