Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 28. febrúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Roma og Juve þurfa sigra
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Tveir síðustu leikir 24. umferðar ítalska boltans fara fram í kvöld þar sem botnlið Cremonese tekur á móti Roma áður en Juventus og Torino eigast við í nágrannaslag.


Roma getur jafnað Inter og Milan að stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri hér í kvöld. Liðin eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti ásamt Lazio og Atalanta en ljóst er að tvö þessara félaga munu ekki komast í þessa virtustu félagsliðakeppni fótboltaheimsins.

Cremonese þarf einnig sigur í botnbaráttunni enda er liðið aðeins komið með 9 stig eftir 23 umferðir og situr heilum ellefu stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Í Tórínó eigast Juventus og Torino við en aðeins eitt stig skilur liðin að um miðja deild. Lærisveinar Massimiliano Allegri hjá Juve væru talsvert ofar ef ítalska knattspyrnusambandið hefði ekki dregið 15 stig af liðinu vegna fjársvikamáls sem komst upp fyrr á tímabilinu.

Juve, sem er komið með þrjá sigra í röð í deildinni, er níu stigum frá Evrópusæti sem stendur. Liðið væri í öðru sæti ásamt Inter og Milan og með leik til góða ef stigin hefðu ekki verið dregin frá.

Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.

Leikir dagsins:
17:30 Cremonese - Roma
19:45 Juventus - Torino


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner