FIFA-verðaunin voru veitt í París í gær og Lionel Messi var valinn besti leikmaður heims á árinu 2022. Messi fór á kostum á HM í Katar þar sem Argentína stóð uppi sem heimsmeistari.
Messi fékk fullt hús frá Íslandi en hann var efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem hafa atkvæðisrétt; landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni, landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og fjölmiðlamanninum Víði Sigurðssyni.
Arnar var með Kylian Mbappe í öðru sæti og Luka Modric í þriðja. Aron var með Karim Benzema í öðru sæti og Mbappe í þriðja.
Messi hafði sjálfur atkvæðisrétt sem fyrirliði Argentínu en hann valdi Neymar í efsta sætið, Benzema númer tvö og Mbappe þrjú.
Lionel Scaloni þjálfari Argentínu var valinn þjálfari ársins en hann var efstur á blaði hjá öllum Íslendingunum.
Messi fékk fullt hús frá Íslandi en hann var efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem hafa atkvæðisrétt; landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni, landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og fjölmiðlamanninum Víði Sigurðssyni.
Arnar var með Kylian Mbappe í öðru sæti og Luka Modric í þriðja. Aron var með Karim Benzema í öðru sæti og Mbappe í þriðja.
Messi hafði sjálfur atkvæðisrétt sem fyrirliði Argentínu en hann valdi Neymar í efsta sætið, Benzema númer tvö og Mbappe þrjú.
Lionel Scaloni þjálfari Argentínu var valinn þjálfari ársins en hann var efstur á blaði hjá öllum Íslendingunum.
Þorsteinn og Sara ekki með Putellas á blaði
Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Hún komst þó ekki á blað hjá landsliðsþjálfara og fyrirliða Íslands en hver aðili sem kýs skilar inn efstu þremur sætunum.
Þorsteinn Halldórsson og Sara Björk Gunnarsdóttir voru bæði með Beth Mead, ensku landsliðskonuna hjá Arsenal, efsta á blaði. Víðir valdi einnig Mead en var mað Putellas í þriðja sætinu.
Sarina Wiegman landsliðsþjálfari Englands var valin besti þjálfarinn í kvennaflokki en England vann EM sem gestgjafi í fyrra. Wiegman fékk fullt hús frá Íslandi.
Athugasemdir