Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. febrúar 2023 10:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mount orðaður við þrjú félög - „Myndi þrífast vel undir Klopp"
Mason Mount.
Mason Mount.
Mynd: Getty Images
Mason Mount gæti verið á förum frá Chelsea í sumar en þá á hann eitt ár eftir af samningi. Viðræður hafa staðið yfir á milli Chelsea og leikmannsins undanfarna mánuði en þær hafa ekki skilað miklum árangri enn sem komið er.

Matt Law, fréttamaður á Telegraph, segir frá því að það sé mikill áhugi á leikmanninum. Mikið hefur verið talað um Liverpool og hann nefnir einnig að það sé áhugi frá Manchester City og Manchester United á enska landsliðsmanninum.

Mount, sem er 24 ára gamall, hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili en það verður áhugavert að sjá hvað gerist hjá honum í sumar.

„Ég er mjög hrifinn af því að reyna við Mason Mount," sagði Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmaður Liverpool, í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í síðustu viku.

„Ég held að það yrði skemmtilegt fyrir hans feril líka. Hann hefur sýnt það hversu góður hann er. Ég held að hann myndi þrífast gríðarlega vel undir Klopp og hans kerfi."

Það var einnig rætt um Mount í Enski boltinn í gær en hægt er að hlusta á báða þætti hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Allt blómstrar á Old Trafford og þarfagreining á Anfield
Enski boltinn - Engin vitleysa töluð hjá Djuric bræðrum
Athugasemdir
banner
banner