þri 28. febrúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Norðurlandsúrvalið sigraði AB en tapaði í Lyngby
Mynd: Norðurlandsúrval
Mynd: Norðurlandsúrval

Í síðustu viku hélt 18 manna leikmannahópur skipuðum strákum á aldrinum 15-16 ára frá Akureyri til Danmerkur. Strákarnir 18 eru partur af Norðurlandsúrvalinu svokallaða og leika fyrir hin ýmsu félagslið á Norðurlandi.


Hópurinn var valinn í framhaldi af afreksæfingum vetursins sem haldnar voru á landsbyggðinni sem hluti af afreksstefnu KSÍ og var búið að skipuleggja heimsóknir til dönsku félagsliðanna Lyngby og AB.

Úrvalshópurinn tapaði 3-1 gegn unglingaliði Lyngby, sem er eitt það sterkasta í Danmörku, en hafði svo betur gegn unglingaliði AB.

Jakob Gunnar Sigurðsson gerði eina mark Norðurlandsúrvalsins í tapinu gegn Lyngby en Mikael Breki Þórðarson, Halldór Ragúel Guðbjartsson og Pétur Orri Arnarson sáu um markaskorunina gegn AB.

Þessi Danmerkurferð var ákveðið tilraunaverkefni að frumkvæði yngriflokka þjálfara á Norðurlandi og mun Norðurlandsúrval stelpna á sama aldri einnig halda til Danmerkur. Stelpurnar munu heimsækja og spila við Bröndby og Nordsjælland.

Þjálfarar Norðurlandsúrvalsins voru Arnar Geir Halldórsson, yfirþjálfari hjá Þór, og Eiður Ben Eiríksson, afreksþjálfari hjá KA. Runólfur Trausti Þórhallsson, markmannsþjálfari í akademíu FCK, slóst í hóp með þjálfarateyminu þegar komið var til Danmerkur.

Leikmannahópur Norðurlandsúrvals karla:
Aron Bjarki Kristjánsson
Aron Geir Jónsson
Ásbjörn Líndal Arnarsson
Breki Snær Ketilsson
Davíð Leó Lund
Egill Orri Arnarsson
Einar Freyr Halldórsson
Frank A. Satorres Cabezas
Halldór Ragúel Guðbjartsson
Jakob Gunnar Sigurðsson
Jóhann Mikael Ingólfsson
Mikael Breki Þórðarson
Natan Aðalsteinsson
Pétur Orri Arnarson
Rúnar Snær Ingason
Sigursteinn Ýmir Birgisson
Sverrir Páll Ingason
Þórir Hrafn Ellertsson


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner