Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 28. febrúar 2023 13:47
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmaður Newcastle fékk sér sigurtattú fyrir leikinn
Mynd: KRIS COOK
Mynd: KRIS COOK
Stuðningsmaður Newcastle sem bjóst við því að sitt lið myndi vinna deildabikarinn viðurkennir að hafa farið fram úr sér með því að fá sér húðflúr fyrir bikarúrslitaleikinn.

„Tell me ma me ma, NUFC Cup winners" lét Kris Cook setja á fótlegginn á sér og merkti við dagsetninguna sem úrslitaleikurinn fór fram.

Húðflúrið er tilvísun í söng stuðningsmanna Newcastle.

Newcastle tapaði 2-0 gegn Manchester United á Wembley á sunnudaginn. Newcastle hefur ekki unnið stóran titil síðan 1969 og síðasti bikartitill kom 1955.

„Ég held að mamma mín sé enn dálítið pirruð, amma mín varð bálreið," sagði Cook við BBC.

Hann var að fá sér annað húðflúr á hendina í síðustu viku þegar honum datt í hug að fá sér húðflúr tileinkað bikarsigrinum sem hann hélt að væri í uppsiglingu.

Cook segist ætla að halda húðflurinu en vonast eftir að liðið vinni bikar í framtíðinni og mun hann þá láta breyta dagsetningunni. Hann var spurður að því hvort það væri ekki sniðugt að breyta NUFC frekar í MUFC?

„Ég væri frekar til í að hafa einn fót en að vera með það skrifað," svaraði Cook.

Söngur stuðningsmanna Newcastle:
Tell me ma, me ma,
We won't be home for tea,
We're going to Wembley,
Tell me ma, me ma

Athugasemdir
banner
banner
banner