Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 16:52
Elvar Geir Magnússon
Garðabæ
Byrjunarlið Stjörnunnar og ÍBV: Jökull með fjórar breytingar - Valor byrjar hjá gestunum
Vicente Valor er í byrjunarliði ÍBV.
Vicente Valor er í byrjunarliði ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórðu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með þremur leikjum. Hér í Garðabænum tekur Stjarnan á móti ÍBV. Leikurinn er á óvenjulegum leiktíma, hefst 17:45, en ástæðan fyrir því að flautað er svona snemma af stað er körfuboltaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur sem fram fer seinna í kvöld.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 ÍBV

Jökull Elísbetarson setur Samúel Kára Friðjónsson, Benedikt Waren, Daníel Finns Matthíasson og Andra Rúnar Bjarnason á bekkinn frá síðasta leik, tapinu gegn Breiðabliki.

Inn koma Adolf Daði Birgisson, Guðmundur Baldvin Nökkvason, Sigurður Gunnar Jónsson og Alex Þór Hauksson.

Hinn tvítugi Þorlákur Breki Baxter er ekki með ÍBV í kvöld þar sem hann er hjá Eyjamönnum á láni frá Stjörnunni. Vicente Valor, sem gekk aftur í raðir ÍBV frá KR nýlega, kemur inn í liðið.

Þá fer Milan Tomic á bekkinn hjá Eyjamönnum og Arnar Breki Gunnarsson kemur inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
11. Adolf Daði Birgisson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason (f)
24. Sigurður Gunnar Jónsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson
29. Alex Þór Hauksson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson

Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
8. Bjarki Björn Gunnarsson
14. Arnar Breki Gunnarsson
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
30. Vicente Valor
67. Omar Sowe
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
2.    Vestri 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
3.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
4.    Víkingur R. 3 2 0 1 6 - 1 +5 6
5.    Stjarnan 3 2 0 1 5 - 4 +1 6
6.    Valur 3 1 2 0 7 - 5 +2 5
7.    ÍBV 3 1 1 1 3 - 3 0 4
8.    Afturelding 3 1 1 1 1 - 2 -1 4
9.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
10.    Fram 3 1 0 2 5 - 6 -1 3
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Athugasemdir
banner
banner