
Leiknir í Breiðholti tilkynnti í gær að markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson væri genginn í raðir félagsins frá Fram.
Eftir komu Ólafs hefur Leiknir gefið markverðinum unga Bjarka Arnaldarsyni leyfi til að líta í kringum sig en þetta staðfesti Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, í samtali við Fótbolta.net.
Eftir komu Ólafs hefur Leiknir gefið markverðinum unga Bjarka Arnaldarsyni leyfi til að líta í kringum sig en þetta staðfesti Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, í samtali við Fótbolta.net.
Bjarki, sem er 22 ára, sér ekki fram á mikinn spiltíma í Breiðholtinu eftir komu Ólafs og vill skoða möguleika sína.
Bjarki hefur varið mark Leiknis í vetur og var varamarkvörður Leiknis í Lengjudeildinni í fyrra. Hann lék þá einn leik, í 1-1 jafntefli gegn ÍBV, og var valinn í lið umferðarinnar fyrir frammistöðu sína.
Athugasemdir