
Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson hefur gengið til liðs við Leikni í Breiðholti. Ólafur, sem hefur yfirgefið Fram, skrifaði í dag undir samning til tveggja ára.
Fram er í markmannsleit þar sem Ólafur Íshólm Ólafsson óskaði eftir því að fá að fara og fékk þá beiðni uppfyllta.
Fram er í markmannsleit þar sem Ólafur Íshólm Ólafsson óskaði eftir því að fá að fara og fékk þá beiðni uppfyllta.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, greindi frá því að Ólafur hefði verið ósáttur við þá ákvörðun sína að setja Viktor Frey Sigurðsson í markið í deildarleik gegn ÍBV. Viktor var aðalmarkvörður Leiknis en gekk í raðir Fram fyrir þetta tímabil.
„Ég kallaði Óla á fund daginn fyrir leik og tilkynnti honum að hann yrði ekki í liðinu gegn ÍBV, ég kalla menn oftast á fund þegar um er að ræða reynslumikla leikmenn og læt þá vita af hverju ég er að gera breytingar," sagði Rúnar.
Hinn 29 ára gamli Ólafur var fastamaður í Framliðinu frá því hann gekk í raðir félagsins frá Breiðabliki sumarið 2019 og var í fyrirliðateymi liðsins.
Leikni er spáð níunda sæti í Lengjudeildinni en liðið hefur leik gegn Þrótti á útivelli á föstudagskvöld.
Athugasemdir