Liam Rosenior hefur framlengt samning sinn við Strasbourg í Frakklandi þrátt fyrir áhuga frá heimalandi sínu, Englandi.
Hinn fertugi Rosenior hefur náð frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili með Strasbourg en liðið er sem stendur í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar - í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina.
Hinn fertugi Rosenior hefur náð frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili með Strasbourg en liðið er sem stendur í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar - í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina.
Rosenior, sem var rekinn frá Hull í fyrra, hefur hafnað fyrirspurnum frá félögum eins og Leicester og Southampton til að vera áfram hjá Strasbourg.
Orðspor hans hefur batnað til muna á meðan hann hefur verið í Frakklandi og hann segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að framlengja samning sinn við Strasbourg til 2028.
Athugasemdir