„Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið út úr þessum leik," sagði Jökull Elísabetarson eftir tap Stjörnunnar gegn ÍBV í Bestu deildinni í kvöld.
„Það er aldrei einhver ein ástæða fyrir einu eða neinu. Þetta er samspil sem við þurfum að skoða farandi inn í leikinn og síðustu daga," sagði Jökull sem var alls ekki sáttur með orkustigið hjá sínum mönnum.
„Það er aldrei einhver ein ástæða fyrir einu eða neinu. Þetta er samspil sem við þurfum að skoða farandi inn í leikinn og síðustu daga," sagði Jökull sem var alls ekki sáttur með orkustigið hjá sínum mönnum.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 ÍBV
Stjarnan fékk svo sannarlega tækifæri til að jafna metin í stöðunni 2-1.
„Mér leið ekkert illa í seinni hálfleik. Mér fannst við vera ná tökum en svo fáum við þriðja markið á okkur og þá er þetta orðið svolítið mikið að reyna vinna upp. Fyrri hálfleikurinn gerði okkur mjög erfitt fyrir," sagði Jökull
„Ég held að við höfðum trú á því allan tímann að við gætum jafnað þennan leik en að lokum gerðum við ekki nóg. Það er eitthvað sem við þurfum að horfast í augu við og verðum að gera betur."
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Víkingur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 - 2 | +5 | 7 |
3. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
4. ÍBV | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 5 | +1 | 7 |
5. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
6. Fram | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 - 6 | +2 | 6 |
7. Valur | 4 | 1 | 3 | 0 | 8 - 6 | +2 | 6 |
8. Stjarnan | 4 | 2 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 6 |
9. Afturelding | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 - 5 | -4 | 4 |
10. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |
Athugasemdir