Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. maí 2022 14:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 4. sætið: Tottenham
Tottenham endaði í 4. sæti.
Tottenham endaði í 4. sæti.
Mynd: EPA
Son er magnaður!
Son er magnaður!
Mynd: EPA
Harry Kane skoraði 17 mörk og lagði upp 9 í 37 leikjum.
Harry Kane skoraði 17 mörk og lagði upp 9 í 37 leikjum.
Mynd: EPA
Hugo Lloris spilaði alla leikina.
Hugo Lloris spilaði alla leikina.
Mynd: Getty Images
Dejan Kulusevski kom virkilega ferskur inni í Tottenham liðið eftir komuna frá Juvetnus í janúar.
Dejan Kulusevski kom virkilega ferskur inni í Tottenham liðið eftir komuna frá Juvetnus í janúar.
Mynd: EPA
Antonio Conte er alltaf hress á hliðarlínunni.
Antonio Conte er alltaf hress á hliðarlínunni.
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo var rekinn 1. nóvember eftir tap gegn Manchester United.
Nuno Espirito Santo var rekinn 1. nóvember eftir tap gegn Manchester United.
Mynd: EPA
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu hefur tímabilið verið gert upp á síðustu dögum á ýmsan máta og er nú farið að síga á seinni hlutann í þeirri umfjöllun. Nú er röðin komin að því að skoða gengi Tottenham sem tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á lokadegi tímabilsins.

Tottenham menn mættu inni í nýtt tímabil með nýjan stjóra. Nuno Espirito Santo tók við liðinu síðasta sumar eftir stjóraleit sem tók talsverðan tíma. Nuno var þarna kominn á stóra sviðið í ensku úrvalsdeildinni og voru einhverjar efasemdar raddir sem heyrðust strax þegar ljóst var að hann væri tekinn við.

Tímabilið byrjaði mjög vel og náðu Spurs-arar níu stigum úr fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Unnu Manchester City, Wolves og Watford, lokatölur urðu þær sömu í öllum leikjunum, 1-0. Það mætti allt annað Tottenham lið til leiks í 4. umferðinni strax eftir landsleikjahlé.

Heimsókn á Selhurst Park endaði með 3-0 sigri heimamanna þann 11. september. Þessu tapi fylgdu tveir tapleikir til viðbótar gegn Chelsea og Arsenal. Nuno náði þó aftur heldur að rétta við skútuna, Tottenham vann tvo leiki í röð, 2-1 sigur á Aston Villa og 2-3 sigur á Newcastle léttu heldur pressunni á Portúgalanum. Eins marks tap gegn West Ham og 0-3 tap heima gegn Manchester United varð til þess að Nuno fékk sparkið.

Þegar Nuno var rekinn sat Spurs í 8. sæti með fimmtán stig eftir tíu umferðir. Stjóraleitin tók ekki langan tíma því daginn eftir að Nuno fékk sparkið var Ítalinn skemmtilegi Antonio Conte ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri Tottenham.

Með komu Conte varð heldur betur viðsnúningur á gengi Tottenham. Fyrsta tapið undir stjórn Ítalans kom í hans tíunda leik gegn Chelsea. Fyrir það hafði liðið unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli, frábærlega gert hjá þessum reynslumikla knattspyrnustjóra.

Tapinu gegn Chelsea þann 23. janúar fylgdu tveir tapleikir til viðbótar gegn Southampton og Wolves. Conte fór næst með sína menn á Etihad völlinn og hafði þar betur gegn Englandsmeisturum Manchester City 2-3 í mjög fjörugum og skemmtilegum leik. Burnley kippti svo Conte og lærisveinum hans vel niður á jörðina í næsta leik þegar þeir unnu Spurs-ara 1-0.

Þegar hér er komið við sögu eru fimm leikir eftir fram að landsleikjahlénu seinni part mars mánaðar. Úr þessum fimm leikjum uppskar Tottenham liðið tólf stig af fimmtán mögulegum. Eina tapið kom gegn Manchester United á Old Trafford.

Apríl mánuður byrjaði á tveimur stórsigrum á Newcastle og Aston Villa áður en Brighton vann Tottenham óvænt 0-1. Markalaust jafntefli var svo niðurstaðan í næsta leik gegn Brentford. Smá hikst á Tottenham vélinni þegar lokaspretturinn var að hefjast.

Allt var sett á fulla ferð á lokasprettinum og náðu Spurs-arar í þrettán stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum tímabilsins. Þessi frábæri endir á tímabilinu skilaði þeim sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er ekki annað hægt en að hrósa Antonio Conte fyrir að ná að koma liðinu í 4. sætið eftir þá ansi erfiðu stöðu sem liðið var í þegar hann mætti á svæðið.

Besti leikmaður Tottenham á tímabilinu:
Suður-Kóreumaðurinn Heung-min Son var besti leikmaður tímabilsins hjá Tottenham. Skoraði 23 mörk og endaði sem markahæsti maður tímabilsins ásamt Mo Salah. Son lagði þar að auki upp sjö mörk sem þýðir að hann kom að 30 mörkum hjá Tottenham á tímabilinu, algjörlega frábær!

Þessir skoruðu mörkin:
Son Heung-Min: 23 mörk.
Harry Kane: 17 mörk.
Dejan Kulusevski: 5 mörk.
Steven Bergwijn: 3 mörk.
Matt Doherty: 2 mörk.
Pierre-Emile Højbjerg: 2 mörk.
Sergio Reguilón: 2 mörk.
Lucas Moura: 2 mörk.
Davinson Sánchez: 2 mörk.
Dele Alli: 1 mark.
Ben Davies: 1 mark.
Emerson Royal: 1 mark.
Tanguy Ndombele: 1 mark.
Cristian Romero: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Harry Kane: 9 stoðsendingar.
Dejan Kulusevski: 8 stoðsendingar.
Son Heung-Min: 7 stoðsendingar.
Lucas Moura: 6 stoðsendingar.
Rodrigo Bentancur: 4 stoðsendingar.
Matt Doherty: 4 stoðsendingar.
Sergio Reguilón: 3 stoðsendingar.
Pierre-Emile Højbjerg: 2 stoðsendingar.
Ryan Sessegnon: 2 stoðsendingar.
Steven Bergwijn: 1 stoðsendingar.
Ben Davies: 1 stoðsending.
Emerson Royal: 1 stoðsending.
Tanguy Ndombele: 1 stoðsending.
Harry Winks: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Hugo Lloris: 38 leikir.
Harry Kane: 37 leikir.
Pierre-Emile Højbjerg: 36 leikir.
Eric Dier: 35 leikir.
Son Heung-Min: 35 leikir.
Lucas Moura: 34 leikir.
Emerson Royal: 31 leikur.
Ben Davies: 29 leikir.
Steven Bergwijn: 25 leikir.
Sergio Reguilón: 25 leikir.
Davinson Sánchez: 23 leikir.
Cristian Romero: 22 leikir.
Harry Winks: 19 leikir.
Dejan Kulusevski: 18 leikir.
Oliver Skipp: 18 leikir.
Rodrigo Bentancur: 17 leikir.
Matt Doherty: 15 leikir.
Ryan Sessegnon: 15 leikir.
Japhet Tanganga: 11 leikir.
Dele Alli: 10 leikir.
Bryan Gil: 9 leikir.
Tanguy Ndombele: 9 leikir.
Giovani Lo Celso: 9 leikir.
Joe Rodon: 3 leikir.
Dane Scarlett: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Varnarleikurinn hjá Tottenham var heillt yfir mjög flottur og þá sérstaklega eftir að Conte tók við. Liðið fékk á sig 40 mörk í heildina, aðeins topp þrjú liðin fengu á sig færri mörk. Undir stjórn Nuno í leikjunum tíu fékk liðið á sig 16 mörk en í 28 leikjum undir stjórn Conte fengu þeir á sig 24 mörk. Tottenham og Chelsea deila þriðja sætinu þegar sú tölfræði er skoðuð hvað liðin héldu oft hreinu, það gerðu þau 16 sinnum.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Auðvitað er það Heung-Min Son, maður sem skorar 23 mörk og leggur upp 7 getur ekki annað en verið stigahæstur. Son skilaði inn 258 stigum í vetur og vantaði honum aðeins 7 stig upp á til að jafna Salah sem fékk flest stigin.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Tottenham á tímabilinu?
Tottenham var spáð í 6. sæti af fréttariturum Fótbolta.net. Það má líklega helst þakka Antonio Conte fyrir það að árangurinn varð betri.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4. Tottenham
5. Arsenal
6. Manchester United
7. West Ham
8. Leicester
9. Brighton
10. Wolves
11. Newcastle
12. Crystal Palace
13. Brentford
14. Aston Villa
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich

Athugasemdir
banner
banner
banner