Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 28. maí 2022 17:03
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Mér fannst þetta algjör steypa
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Svo duttu inn þarna einhver tvö, þannig sé skíta mörk. Fyrirgjöf sem slysast inn fyrir tilviljun og vítaspyrna. Þá erum við aftur komnir í svolítið í sömu stöðu og við höfum verið í síðustu leikjum að þurfa einhvernvegin að rífa okkur upp úr áföllum," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfarai KV eftir tap á móti Gróttu á Vivaldivellinum.


Lestu um leikinn: Grótta 5 -  1 KV

Ég sá þetta bara einu sinni en menn inni á vellinum kölluðu dýfu en ég auðvitað veit ekkert um það. Ég er auðvitað svekktur það kemur þegar það eru 20 mínútur liðnar af leiknum. Það er ekkert að gerast í honum. Grótta mikið með boltann en ekkert að búa til neitt," sagði Sigurvin þegar hann var spurður um fyrra vítið sem Grótta fær í leiknum.

Sigurvin talaði um að þeir hafi mögulega verið að fara komast betur inn í leikinn þegar að Patryk varnarmaður hans var rekinn af velli.

Þá kemur þetta, mér fannst þetta algjör steypa. Hann er einn í gegn og þeir eru að hnoðast eitthvað saman, jú jú það getur vel verið að þetta sé víti ég veit það ekki. Rautt spjald, það þarf einhver fróður maður að útskýra það fyrir mér. Ég hélt að það væri ekki rautt, þessi tvöfalda refsins eða þrefalda eða hvað þeir kalla hana. Víti og rautt," sagði Sigurvin.


Athugasemdir
banner