Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   lau 28. maí 2022 17:03
Jón Már Ferro
Sigurvin Ólafsson: Mér fannst þetta algjör steypa
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Svo duttu inn þarna einhver tvö, þannig sé skíta mörk. Fyrirgjöf sem slysast inn fyrir tilviljun og vítaspyrna. Þá erum við aftur komnir í svolítið í sömu stöðu og við höfum verið í síðustu leikjum að þurfa einhvernvegin að rífa okkur upp úr áföllum," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfarai KV eftir tap á móti Gróttu á Vivaldivellinum.


Lestu um leikinn: Grótta 5 -  1 KV

Ég sá þetta bara einu sinni en menn inni á vellinum kölluðu dýfu en ég auðvitað veit ekkert um það. Ég er auðvitað svekktur það kemur þegar það eru 20 mínútur liðnar af leiknum. Það er ekkert að gerast í honum. Grótta mikið með boltann en ekkert að búa til neitt," sagði Sigurvin þegar hann var spurður um fyrra vítið sem Grótta fær í leiknum.

Sigurvin talaði um að þeir hafi mögulega verið að fara komast betur inn í leikinn þegar að Patryk varnarmaður hans var rekinn af velli.

Þá kemur þetta, mér fannst þetta algjör steypa. Hann er einn í gegn og þeir eru að hnoðast eitthvað saman, jú jú það getur vel verið að þetta sé víti ég veit það ekki. Rautt spjald, það þarf einhver fróður maður að útskýra það fyrir mér. Ég hélt að það væri ekki rautt, þessi tvöfalda refsins eða þrefalda eða hvað þeir kalla hana. Víti og rautt," sagði Sigurvin.


Athugasemdir