
„Svo duttu inn þarna einhver tvö, þannig sé skíta mörk. Fyrirgjöf sem slysast inn fyrir tilviljun og vítaspyrna. Þá erum við aftur komnir í svolítið í sömu stöðu og við höfum verið í síðustu leikjum að þurfa einhvernvegin að rífa okkur upp úr áföllum," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfarai KV eftir tap á móti Gróttu á Vivaldivellinum.
Lestu um leikinn: Grótta 5 - 1 KV
„Ég sá þetta bara einu sinni en menn inni á vellinum kölluðu dýfu en ég auðvitað veit ekkert um það. Ég er auðvitað svekktur það kemur þegar það eru 20 mínútur liðnar af leiknum. Það er ekkert að gerast í honum. Grótta mikið með boltann en ekkert að búa til neitt," sagði Sigurvin þegar hann var spurður um fyrra vítið sem Grótta fær í leiknum.
Sigurvin talaði um að þeir hafi mögulega verið að fara komast betur inn í leikinn þegar að Patryk varnarmaður hans var rekinn af velli.
„Þá kemur þetta, mér fannst þetta algjör steypa. Hann er einn í gegn og þeir eru að hnoðast eitthvað saman, jú jú það getur vel verið að þetta sé víti ég veit það ekki. Rautt spjald, það þarf einhver fróður maður að útskýra það fyrir mér. Ég hélt að það væri ekki rautt, þessi tvöfalda refsins eða þrefalda eða hvað þeir kalla hana. Víti og rautt," sagði Sigurvin.