Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui að fá sinn fyrsta leikmann til West Ham
Fabricio Bruno hefur leikið tvo landsleiki fyrir Brasilíu.
Fabricio Bruno hefur leikið tvo landsleiki fyrir Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Chadi Riad er að fara til West Ham.
Chadi Riad er að fara til West Ham.
Mynd: EPA
West Ham hefur komist að samkomulagi um kaup á varnarmanninum Fabrício Bruno frá Flamengo fyrir 12,5 milljónir punda. Kaupverðið gæti hækkað um 2,5 milljónir eftir ákvæðum.

Þessi 28 ára Brasilíumaður verður fyrsti leikmaðurinn sem keyptur er til West Ham síðan Julen Lopetegui var ráðinn nýr stjóri.

Bruno lék sinn fyrsta landsleik gegn Englandi á Wembley í mars en var ekki valinn í hópinn fyrir Copa America. Hann hefur ekki spilað fyrir félagslið utan heimalandsins.

West Ham hefur sett það sem forgangsatriði að styrkja vörn sína. Félagið hefur einnig haft augastað á Maximilian Kilman hjá Wolves og Jacob Greaves hjá Hull.

Riad í læknisskoðun hjá Palace
Fleiri ensk úrvalsdeildarfélög eru að styrkja vörnina. Chadi Riad varnarmaður Barcelona er á leið í læknisskoðun hjá Crystal Palace sem kaupir hann á 14 milljónir punda.

Félögin hafa verið í viðræðum síðustu daga og nú er verið að ganga frá skiptunum. Riad lék með Real Betis á láni á þessu tímabili.

Riad er 20 ára og hefur tvisvar spilað fyrir marokkóska landsliðið. Hann kom til Betis frá Barcelona í fyrra og lék 30 leiki á tímabilinu.

Marc Guehi varnarmaður Palace er á mörgum óskalistum en hann á tvö ár eftir af samningi sínum. Manchester United er meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga.
Athugasemdir
banner