Nikola Kristinn Stojanovic var í byrjunarliði Dalvíkur/Reynis þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn ÍR í Lengjudeildinni síðasta laugardag. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur á tímabilinu.
Nikola, sem er fæddur um aldamótin, er sonur Dragan Stojanovic, aðalþjálfara Dalvíkur/Reynis.
Nikola, sem er fæddur um aldamótin, er sonur Dragan Stojanovic, aðalþjálfara Dalvíkur/Reynis.
Nikola er öflugur miðjumaður sem spilaði 17 leiki með Þór í Lengjudeildinni í fyrra og á í heildina 45 leiki að baki í deildinni. Hann spilaði fyrir Fjarðabyggð og KF áður en hann vann sér inn byrjunarliðssæti í liði Þórs sumarið 2022. Nikola lék einnig undir stjórn föður síns þegar hann var leikmaður Fjarðabyggðar á árunum 2017-2020.
„Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur hans og hann styrkir lið okkar. Hann spilaði vel," sagði Dragan eftir leikinn gegn ÍR.
„Það er gaman að þjálfa hann en líka erfitt. Það getur stundum verið erfitt en þetta er ekki í fyrsta skiptið. Ég þjálfaði hann í Fjarðabyggð og þetta er ekki nýtt fyrir okkur."
Dragan var spurður að því hvort að hann væri harðari við son sinn en aðra leikmenn.
„Já, stundum," sagði Dragan og brosti.
Dalvík/Reynir hefur byrjað tímabilið vel en liðið er með fimm stig eftir fyrstu fjóra leikina í Lengjudeildinni.
Athugasemdir