Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 15:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR og Víkingur mætast á föstudagskvöld
Það muna margir eftir leik þessara liða í fyrra.
Það muna margir eftir leik þessara liða í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik KR og Víkings í 11. umferð Bestu deildar karla hefur verið flýtt um einn dag. Leikurinn fer fram á föstudagskvöldið og hefst klukkan 19:15 á Meistaravöllum, heimavelli KR.

Leikurinn átti að hefjast klukkan 16:00 á laugardaginn. Bæði þessi lið eru á leið í útileiki í Evrópukeppnum í næstu viku.

KR á leik gegn pólska liðinu Pogon á útivelli á fimmtudaginn í næstu viku. Viku síðar mætast svo liðin á heimavelli KR. Um er að ræða leiki liðanna í 1. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar

Víkingur á leik gegn sænsku meisturunum í Malmö á þriðjudaginn í næstu viku í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Um fyrri leik liðanna er að ræða og fer hann fram í Malmö. Seinni leikurinn fer svo fram á Víkingsvelli viku síðar.

11. umferðin:
föstudagur 1. júlí
19:15 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)

laugardagur 2. júlí
16:00 ÍBV-Breiðablik (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 3. júlí
19:15 Keflavík-Fram (HS Orku völlurinn)

mánudagur 4. júlí
18:00 KA-Valur (KA-völlur)
19:15 Leiknir R.-ÍA (Domusnovavöllurinn)
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner