þri 28. júní 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pukki vill fara frá Norwich
Mynd: Getty Images
Teemu Pukki, framherji Norwich og finnska landsliðsins, vill fara frá Norwich í sumar. Frá þessu greinir finnski miðillinn MTV Sports.

Umboðsmaður Pukki segir við miðilinn að það sé engin draumastaða að Norwich sé í Championship deildinni en félagið féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Í 167 leikjum með Norwich hefur Pukki skorað 78 mörk.

Pukki er 32 ára gamall og skoraði ellefu mörk í úrvalsdeildinni í vetur eins og hann gerði tímabilið 2019-20 þegar Norwich féll einnig úr deildinni.

Tímabilið 2018-19 skoraði Pukki 29 mörk í 43 leikjum í Championship og 2020-21 skoraði hann 26 mörk í 41 leik. Tölfræðin sýnir að hann kann vel við sig í Championship en núna vill hann aðra áskorun.
Athugasemdir
banner
banner
banner